Vertu með!
Vilt þú halda áfram að endurvekja verkalýðshreyfinguna og sýna hverju verkafólk getur náð fram með skipulagðri baráttu? Ef svo er þá eru þetta leiðirnar til að styðja framboð Sólveigar Önnu og Baráttulistans.
Kjóstu!
Ef þú ert Eflingarfélagi þá er mikilvægast af öllu að kjósa! Kosning verður rafræn og fer fram 9.-15. febrúar. Nánari upplýsingar verða birtar hér og á vefsíðu Eflingar.
Hvettu aðra til að kjósa!
Það skiptir miklu máli að Eflingarfélagar hvetji hvern annan til að kjósa. Hefur þú spurt vinnufélaga þína og aðra Eflingarfélaga sem þú þekkir hvort þeir viti af kosningunum og ætli að kjósa?
Stuðningsvideó eða mynd!
Vilt þú vera á mynd eða myndbandi þar sem þú lýsir yfir stuðningi við Sollu og Baráttulistann? Það er einföld og öflug leið til að hjálpa til. Hafðu samband við okkur á netfangið [email protected] ef þú vilt gera það.
Fylgja og deila efni af Facebook-síðunni!
Það er mjög auðvelt að setja eitt „like“ á Facebook-síðu Baráttulistans. Fylgstu með efninu sem þar birtist og deildu því á Facebook!
Styrktu með fjárframlagi!
Baráttulistinn þiggur með þökkum stór og smá fjárframlög til að standa straum af kostnaði við framboðið. Við þurfum að borga fyrir lén og vistun á heimasíðu, kynningarefni, snarl og drykki fyrir sjálfboðaliða og fleira.
Bankaupplýsingar:
- Kennitala: 130772-3589 (Ísak Jónsson gjaldkeri framboðsins)
- Reikningsnúmer: 0123-15-044827
- Skýring: Baráttulistinn
Komdu í úthringingar!
Okkur vantar fólk í úthringingar. Hafðu samband við okkur á netfangið [email protected] ef þú hefur tíma aflögu til að vera með í þessu bráðskemmtilega verkefni. Við látum þig hafa allar nauðsynlegar leiðbeiningar.